Innsýn í öfgatónlist frá Bretlandi

0

Hljómsveitin Morpholith hóf störf fyrir tveimur árum og hefur síðan spilað á þó nokkrum tónleikum, þar á meðal Norðanpaunk og undankvöldi fyrir Reykjavík Deathfest. Þriggja laga EP plata var tekin upp í mars í fyrra og er loksins að líta dagsins ljós. Platan heitir Void Emissions og var tekin upp af Bjarna Jóhannesi úr Churchhouse Creepers og var mixuð af Chris van der Valk úr Grave Superior og Dutch Ice Productions. Settur útgáfudagur er 20. apríl.

Á sama tíma er hljómsveitin ásamt surfsludgepunk bandinu Godchilla að efna til bíósýningar 19. apríl á heimildarmyndinni The Doom Doc í Bíó Paradís og svo tónleika daginn eftir eða 20. apríl, ásamt breska doom bandinu Kurokuma, en trommari þeirrar hljómsveitar er einmitt einn af framleiðendum myndarinnar.

Myndin fjallar um doomsenuna í Sheffield og er þetta einstök innsýn í öfgatónlist frá Bretlandi almennt og þá Sheffield sérstaklega. Einstakt tækifæri fyrir þá sem sækjast ekki í sólina og kjósa frekar að fræðast um dimma og öfgakennda tónlist.

Miðasala er hafin á Tix.is.

Trailer myndarinnar má sjá hér:

Skrifaðu ummæli