INNIPÚKINN Í REYKJAVÍK ER ÞRIGGJA DAGA TÓNLISTAR OG GÖTUHÁTÍÐ

0

inni

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Aðal tónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal istamanna og hljómsveita sem þar koma fram eru; Hjaltalín, Valdimar, Agent Fresco, Glowie, GKR, Hildur, Singapore Sling, Snorri Helgason, Misþyrming, Friðrik Dór, og Helgi Björnsson og Boogie Trouble sem stíga saman á stokk á laugardagskvöldi hátíðarinnar.

gkr

GKR

Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður boðið upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu alla daga hátíðarinnar. Í götunni verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pöbbkviss, fatamarkað og fleira. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum.

Singapore Sling

Singapore Sling

Það er óhætt að segja að dagskrá Innipúkans hefur sjaldan eða aldrei verið jafn glæsileg og fjölbreytt og í ár. Innipúkinn hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína, Jakob Frímann Magnússon og Þú og ég.

Axel Flóvent

Miðasla á hátíðina fer fram á Tix.is og líkt og síðustu ár eru miðaverði á púkann stillt í hóf. Miðaverð á alla hátíðina er aðeins 7.990 krónur. Einnig er hægt að kaupa miða á stök tónleikakvöld hátíðarinnar á midi.is, auk þess sem slíkir miðar verða seldir á tónleikastöðunum sjálfum um helgina ef og á meðan húsrúm leyfir. Miðaverð á stakt tónleikakvöld er 3.900 krónur og gildir slíkur miði á alla tónleika það kvöldið á Innipúkanum.

Innipúkinn 2015

Upphitun fyrir hátíðina hófst í gær, miðvikudagskvöldið 27. júlí, á Hlemmur Square þar sem JFDR, sóló verkefni Jófríðar Ákadóttur úr Samaris, kom fram. Í kvöld, fimmtudag 28. júlí, taka síðan Júníus Meyvant, Ylja, Snorri Helgason, Elín Ey og Teitur Magnússon forskot á sæluna með upphitunarviðburði fyrir Innipúkann á Bryggjunni brugghúsi. Tónleikarnir þar hefjast kl 21 og eru öllum opnir.

Dagskrá Innipúkans 2016:

FÖSTUDAGUR
tónleikadagskrá hefst kl 21:00
Axel Flóvent
Glowie
Hjaltalín
Hórmónar
Misþyrming
Singapore Sling
Snorri Helgason
Valdimar
Götudagskrá hefst kl 17:00 með Dj-setti og við tekur bingóleikur, fatamarkaður og fleira gott. Veitingasala í gangi fram á nótt.

LAUGARDAGUR
tónleikadagskrá hefst kl 20:00
Auður
Friðrik Dór
GKR
Helgi Björnsson & Boogie Trouble
Hildur
JFDR
Kött Grá Pje
Royal
Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði og tónlist, síðar verður pubbkviss og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.

SUNNUDAGUR
tónleikadagskrá hefst kl 21:00
Agent Fresco
Aron Can
Emmsjé Gauti
Gangly
Grísalappalísa
Herra Hnetusmjör
Karó
Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði og tónlist, síðar verður pubbkviss og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.

http://innipukinn.is/

Comments are closed.