INNBLÁSIN AF 80´S STEMNINGU

0

Í dag kemur út á vegum Möller Records platan More​ ​Music​ ​than​ ​Music en þetta er sóló verkefni tónlistarmannsins Bertels Ólafssonar sem kemur fram undir nafninu Ruddinn. Bertel til halds og traust er söngkonan Heiða Eiríksdóttir sem er flestum kunn og afrakstur þessa tilraunakennda samstarfs er poppuð og skemmtileg plata sem fær fæturna til að dansa.

Platan er innblásin af 80´s stemningu, hljómurinn á margan hátt minimalískur, taktarnir einfaldir en um leið grípandi. Söngur Heiðu er svo rúsínan í pylsuendanum enda söngkonan enginn byrjandi þegar kemur að því að halda uppi stuði og almennum hressleika!

Möller Records

Skrifaðu ummæli