INGUNN HULD SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „UPP“

0

ingunn 1Ingunn Huld var að senda frá sér lagið „Upp“ en lagið var samið árið 2013. Lagið mætti flokka sem poppaðan sálm því það fjallar um Guð og það haldreipi sem Ingunn hefur persónulega haldið smá fastast í þegar lífið hefur ekki verið auðvelt.

„Ég byrjaði að semja lagið þegar ég var að keyra í Mosfellsbænum, ég held ég hafi bara óvart farið að söngla eitthvað stef sem kom í hugann á mér og út frá því púslað textanum smám saman. En þetta er lag sem var ekkert lengi að verða til.“ – Ingunn Huld

ingunn 2

Í viðlaginu má heyra smá tengingu inn í Dub step en Ingunn vildi hafa taktinn í þeim dúr þrátt fyrir að hafa ekki mikið hlustað á þá tónlistarstefnu.

Ingunn segir að Upp sé það lag sem henni finnst einna vænst um og mikilvægi þess að líta upp og út fyrir kringumstæður þegar þær virðast yfirþyrmandi.

ingunn 3

Lagið er tekið upp í Stúdíó Geimstein en það eru margir frábærir hljóðfæraleikarar sem koma fram í laginu og má þar nefna Ásgeir Ásgeirsson, Birgir Bragason, Erik Qvick og Ólafur Schram en Birkir Rafn Gíslason og  Stefán Örn Gunnlaugsson sáu um upptökustjórn.

Einnig spilar Unnur Birna Bassadóttir á Fiðlu og Hallgrímur Jónas Jensson á Selló. Stefán Örn Gunnlaugsson sá um að hljóðblanda lagið og Bjarni Bragi Kjartansson sá um hljómjöfnun.

Tengdar greinar:

http://albumm.is/ingunn-huld-sendir-fra-ser-lagid-umvafin

 

 

Comments are closed.