INGUNN HULD MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Í TJARNARBÍÓ 30. JANÚAR

0

ingunnhuld

Ingunn Huld Sævarsdóttir gaf út sína fyrstu breiðskífu, Fjúk, síðastliðinn nóvember. Á plötunni eru ellefu lög og textar eftir hana sjálfa en með henni á plötunni leika Ásgeir Ásgeirsson, Birgir Bragason, Ólafur Schram, Erik Qvick, Unnur Birna Björnsdóttir, Hallgrímur Jónas Jensson og Stefán Örn Gunnlaugsson. Einnig munu stórsöngkonurnar Íris Guðmundsdóttir og Anna Sigríður Snorradóttir syngja bakraddir. 

Upptökur á plötunni hófust í lok febrúar 2015 og nú tæpu ári síðar verður útgáfunni fagnað í Tjarnarbíó á útgáfutónleikum þann 30. janúar kl. 20:30. Þar mun Ingunn Huld fá þetta einvala lið tónlistarmanna með sér til að flytja lögin af plötunni sem og nokkur önnur frumsamin lög á ensku sem ekki fengu að fljóta með á Fjúk.

12493555_1682099765409194_8955275867280508505_o

Platan Fjúk hefur fengið góðar viðtökur og hafa lögin „Umvafin,“ „Upp“ og „Undraveröld“ fengið að hljóma á Rás 2 og seinni tvö (Upp og Undraveröld) bæði komist á vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar.

Ingunn Huld útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2013 og voru mörg laganna á plötunni flutt á burtfarartónleikum hennar það sama ár. Í skólanum lagði hún stund á jazzsöng en tónlist hennar mætti kannski flokka sem þjóðlagapopp.

Miðasala er hafin á Miði.is.

Comments are closed.