Inga María valin úr 16.000 umsóknum – Tom Waits, Lorde og Bastille í dómnefnd!

0

Á ári hverju senda þúsundir lagahöfunda inn lög í von um að verða fyrir valinu sem International Songwriter of the Year. Þetta árið var slegið nýtt umsóknarmet, en 16.000 manns tóku þátt í þetta skiptið. Það var því mikill heiður fyrir Ingu Maríu að komast alla leið í úrslitin, en einungis 2% þeirra sem sendu lög inn komust svo langt.

Lag Ingu Maríu, Good in Goodbye er í flokki “Unpublished” laga, en það þýðir að hún gaf lagið út á eigin spýtur, án nokkurrar aðstoðar frá útgefundum, eða það sem kallast publishers í Bandaríkjunum.

Það er dómnefnd einvala stjörnuliðs sem sér um að velja sigurvegarann, en þetta árið samanstendur hópurinn þar á meðal af Grammy verðlaunahöfunum Tom Waits, Lorde og Don Omar, ásamt Bastille, Kaskade, Hardwell og fleirum. Þar að auki gefst almenningi kostur á að kjósa sitt uppáhalds framlag og mun sigurvegari þeirrar kosningar hljóta stór verðlaun.

Það má til gamans nefna að Inga María er eins og er með flest atkvæði í sínum flokki og þar af leiðandi efst. Fólki gefst kostur á að kjósa einu sinni á dag og hvetjum við ykkur til að styðja við bakið á Ingu Maríu og hjálpa henni að halda efsta sætinu með því að gefa henni ykkar atkvæði.

Hægt er að kjósa Ingu Maríu hér.

Skrifaðu ummæli