INGA MARIA SENDIR FRÁ SÉR LAG OG MYNDBAND

0

inga 2

Inga María Hjartardóttir eða Inga Maria eins og hún kallar sig var að senda frá sér nýtt lag og myndband sem nefnist „Guide Me Home.“ Inga María er fædd og uppalin á Akranesi en árið 2013 flutti hún til boston til að stunda nám við einn besta tónlistarskóla heims, Berklee College of Muisc.

„Þetta er búið að vera algjört ævintýri þarna úti og núna á ég bara eina önn eftir. Það er aldeilis kominn tími á að gefa út þessi lög sem eg er búin að sitja á svo lengi.“ Inga María.

inga 4

Tónlist Ingu Mariu er undir miklum áhrifum frá listamönnum eins og Bubba Morthens, florence and the machine, fleetwood Mac en einnig má greina smá Evanescense keim inn á milli.

Fyrsta breiðskífan kemur út 17. Desember en þangað til ætlar Inga Maria að senda frá sér eitt lag sautjánda hvers mánaðar.

„Þetta er krefjandi en alveg hrikalega skemmtilegt verkefni og ég er svo þakklát fyrir að hafa tækifæri á því að deila tónlistinni minni með öðrum.“ Inga Maria.

inga

Umrætt lag er samið á aðeins fimm mínútum, klukkutíma áður en hún átti að skila því inn fyrir miðanna prófin árið 2015. Lagið fjallar um að hafa týnt leið sinni í lífinu og muna ekki afhverju maður er þar sem maður er og hvernig maður komst þangað.

inga 3

Námið er afar dýrt og kostar veturinn um sjö milljónir en Inga Maria hefur haldið úti söfnun til að fjármagna seinasta veturinn. Hægt er að styrkja stúlkuna hér.

Comments are closed.