INGA MARÍA SEGIR SÖGU UNGS PARS Í NÝJU MYNDBANDI

0

inga 2

Tónlistarkonan Inga María var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Take Your Time.“ Fyrir ekki svo löngu sendi Inga frá sér lagið „Guide Me Home,“ en bæði lögin eru tekin af væntanlegri plötu sem kemur út í Desember.

INGA 1
Umrætt lag var samið árið 2012, endurunnið árið 2014 og loks tekið upp árið 2016, það má því með sanni segja að mikil vinna hefur farið í lagið. Myndbandið er tekið upp á Akranesi og segir krúttlega ástarsögu pars sem kynnist á unga aldri.

Comments are closed.