INDRIDI FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND Á ALBUMM.IS

0

indridi

Tónlistarmaðurinn Indridi (Indriði Arnar Ingólfsson) sem margir kannast við úr hljómsveitinni Muck var að senda frá sér breiðskífuna Makríl. Platan kemur út á vegum New York útgáfunnar Figureight Records og er hún komin á Spotify og Itunes, en Vínylplatan er væntanleg til landsins 17. September næstkomandi.

Albumm.is frumsýnir glænýtt myndband við lagið „Dreamcat“ sem er tekið af umræddri plötu. Afi hanns Indriða á heiðurinn af 8mm klippunum í myndbandinu en hann tók þær upp þegar hann og fjölskyldan hanns fluttu til Oakland í Kaliforníu.

Albumm.is náði tali af Indriða og svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum.

Er platan búin að vera lengi í vinnslu og var hún erfið í fæðingu?

Platan var tekin upp nokkuð hratt, fór í stúdíó í upstate New York og tók mest allt upp á tíu dögum, restina tók ég svo upp smám saman hér og þar og heima á íslandi eftir að ég kom heim. Hinsvegar lenti ég dálítið í því að fyrirtæki væru að sýna henni áhuga og draga mig dálítið á asnaeyrunum, segjast ætla að vinna með mér en hættu svo við eftir að ég hafði beðið eftir þeim mánuðum saman, svo loksins vildu Figureight gefa þetta út! Þau voru bara nýbyrjuð og fyrirtækið nýstofnað svo það tók allt sinn tíma. Hins vegar er ég á réttum stað núna til þess að vinna að þessu með alúð svo það er kannski bara fyrir bestu hversu hæg fæðingin var.

indridi 2

Nú ert þú einnig í hljómsveitinni Muck. Hvort er betra að semja tónlist einn eða í hljómsveit?

Að semja tónlist einn er bara eitthvað allt annað og ég hef alltaf gert það samhliða því að semja með MUCK, það er miklu skemmtilegra að semja með öðru fólki og vinna hratt, skjóta hugmyndum inn hratt og koma hve öðrum á óvart. Það er eins og lagið skapi sig sjálft í slíku ferli. Hins vegar fæ ég útrás fyrir annarslagar nördaskap þegar ég sem einn, og get legið yfir smáatriðum sem að heilla mig en eitthver annar myndi kannski ekkert nenna að pæla í því.

Á að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi?

já eitthvað, ég er úti í New York núna að kynna plötuna aðeins, búinn að spila á fimm tónleikum í allskonar aðstæðum.

indridi plata

Hvað er framundan hjá þér?

Ég er að fara að vinna í upptökum hérna með nokkrum einstaklingum sem ég elska, og svo ætla ég bara að flytja aðeins til Berlínar! Ég komst inní smá lærlingstöðu þar. Þar ætla ég að reyna að vera duglegur að spila og færa mig uppá skaftið, svo bara taka upp nýja plötu einn, tveir, og pronto! Leyfa tónlistinni að gleypa mig algjörlega!

Hægt er að kaupa plötuna hér: http://www.figureightrecords.com/releases/indridi-makril

https://soundcloud.com/indridi/sets/makril

 

Comments are closed.