Indriði blæs til útgáfutónleika og fögnuðar á skemmtistaðnum Húrra

0

Þann 6. Júní blæs Indriði til útgáfutónleika og fögnuðar á skemmtistaðnum Húrra. Nýjasta plata hans sem ber nafnið ding ding kom út 18. Maí sl. í gegnum útgáfufyrirtækið figureight og má nálgast hana hérFyrir þessa tónleika hefur Indriði sett saman band af mörgum færustu hljóðfæraleikurum landsins og má búast við listalega samsettri og fjölbreyttri dagskrá.

Hér má sjá nýlegt myndband frá hinni virtu stöð KEXP af Indriða að spila með hljómsveitinni sinni þar sem hægt er að fá forsmekk af tónleikunum! Auk Indriða bjóða Special–K og Styrmir Örn Guðmundsson gestum upp á áhugaverða tóna.

Special-K er nýtt sóló verkefni Katrínar Helgu Andrésdóttur (Reykjavíkurdætur, Sóley, kriki o.fl.) á mörkum myndlistar og tónlistar, akademískra fágunar og post-internet poppmenningar. Avant-garde popp sem fjallar um ljúfsáran hversdagsleika aldamótakynslóðarinnar.

Styrmir Örn Guðmundsson er myndlistarmaður sem hefur undanfarin ár dvalið í Hollandi og Póllandi. Gjörningar og list hans hafa blómstrað víða um heim, en hans nýjasta verkefni er hinn túrandi hipp hopp gjörningur What Am I Doing With My Life? sem ferðaðist víða um Evrópu og var að lokum fluttur í Kling og Bang í Nóvember í fyrra.

Hús opnar 20.00 og kostar 2000 krónur inn.

Skrifaðu ummæli