IN THE COMPANY OF MEN SIGRA Í WACKEN METAL BATTLE ICELAND 2015

0

Wacken Metal Battle Iceland 2015

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle var haldin núna um helgina í Norðurljósasal Hörpu.

Var það hljómsveitin In The Company Of Men sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni og mun því verða fulltrúar Íslands á Wacken Open Air hátíðinni í sumar í Norður-Þýskalandi.

Var það hljómsveitin Auðn sem lenti í 2. sæti og Churchhouse Creepers lönduðu 3. sætinu.

Hlaut In The Company Of Men flest atkvæði dómnefndar, á meðan Churchhouse Creepers voru vinsælasir meðal áhorfenda. Það dugði þó ekki til, til þess að breyta niðurstöðunni, en vægi áhorfenda var á við 2 dómnefndarmeðlimi.

Vinningar í ár voru:

1.sæti

20 tímar í hljóðverinu Stúdíó Paradís með hljóðmanni

30 þúsund kr gjafabréf frá Hljóðfærahúsinu

20 þúsund kr gjafabréf frá Smekkleysa plötubúð

Áprentun á bassatrommuskinn frá Merkismönnum

Ferðastyrkur uppá 50 þús per meðlim sveitar, frá ÚTÓN Koma fram á Iceland Airwaves

2. sæti

20 tímar hljóðmannsvinna í hljóðveri Stúdíó Fossland

20 þús kr gjafabréf frá Tónastöðinnni

3. sæti

10 þús kr gjafabréf frá Tónastöðinnni

Hljómsveitin hefur aukinheldur unnið sér inn ókeypis far í hópferð Íslendinga á Wacken hátíðina. Það hefur verið farin hópferð á hátíðina með íslendingum á hverju ári síðan 2004 en þó svo að það hafi verið uppselt á Wacken á söluskrifstofunni þar ytra síðan daginn eftir að síðastu hátíð lauk, að þá eru ennþá til miðar með hópferðinni.

Halldór Ingi ljósmyndari var á staðnum og tók eftirfarandi myndir:

Einnig Sigríður Dagbjartsdóttir ljósmyndari:

Wacken Metal Battle Iceland 2015

Wacken Metal Battle Iceland 2015

Wacken Metal Battle Iceland 2015

Wacken Metal Battle Iceland 2015

Wacken Metal Battle Iceland 2015

Wacken Metal Battle Iceland 2015

Wacken Metal Battle Iceland 2015

Wacken Metal Battle Iceland 2015

Wacken Metal Battle Iceland 2015

Wacken Metal Battle Iceland 2015

 

Comments are closed.