ILO SENDIR FRÁ SÉR ÞRÖNGSKÍFUNA PRAYER EP

0

ilo2 jj

Raftónlistarmaðurinn Ilo eða Ólafur Agnar Breiðfjörð eins og hann heitir réttu nafni hefur verið ötull að semja tónlist um árabil en hann hefur svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli!

ILO 1

Kappinn hefur endurhljóðblandað hljómsveitir eins og Sigur Rós, múm, Stjörnukisa og Kanada svo fátt sé nefnt en einnig hefur hann gefið út nokkrar plötur og hafa þær fengið frábærar viðtökur. Ilo er búsettur um þessar mundir í Glasgow og drekkur hann í sig menningu og tónlist enda af nægu að taka.

Fyrir skömmu sendi Ilo frá sér svokallaða þröngskífu sem ber heitið Prayer EP og er sú plata með eindæmum góð! Ef það væri hægt að lýsa plötunni á einhvern hátt þá mætti kalla þetta Chicago House, Detroit techno, rave vibes, hip hop með smá dassi af ’90, alls ekki slæmt það!

Comments are closed.