ÍKORNI SENDIR FRÁ SÉR SÍNA AÐRA BREIÐSKÍFU

0

ÍKORNI 2

Íkorni gefur nú frá sér aðra plötu sína sem ber heitið Red Door. Mikil eftirvænting hefur myndast fyrir þessu framhaldi hjá Íkorna enda vakti frumraunin mikla athygli og lukku. Segja má að Red Door fangi á ný kjarna Íkorna en tekur hlustandann inn í nýjan reynsluheim listamannsins og töluvert stærri hljóðrými.

Fyrsti síngúll af plötunni nefnist „Thanks“ og fjallar lagið um ástsýki og þráhyggjuna henni fylgjandi og var það samið eftir að höfundurinn áttaði sig á stjórnleysi hugsanna sinna. Eftir að hafa loksins komist að raun um að þessar hugsanir allar ættu sér enga stoð í raunveruleikanum ákvað hann að setja þær í lag sem gæti svo verið einhverskonar vitnisburður um hversu heilinn í honum (og okkur öllum) getur hagað sér undarlega.

ÍKORNI

Tónlist Íkorna mætti best lýsa sem Kamerpoppi (e. Chamber Pop/Folk). Ber hún með sér draumkenndan hljóðheim sem er djúpur, flæðandi og strúktúraður í senn. Ígrundaðar lagasmíðar klæðast snilldarlegum hljóðútsetningum og ánetjandi laglínum sem bræðast saman við listilegar raddútsetningar. Skilaboðin í textasmíðinni eru áþreifanlega óræð, einlæg, en á köflum beinskeytt og kaldhæðin í senn.

Fylgist nánar með Íkorni á:

http://ikorni.bandcamp.com/

http://www.ikornimusic.com/

https://twitter.com/ikornimusic

Comments are closed.