Íkorni og Bergrós sameina krafta sína: Grúví elektró popp með mystísku ívafi

0

„Come Save Me” er frumburður samstarfs þeirra ÍKORNA og Bergrósar. Samstarfið varð til skyndilega á meðan Stefán Örn (ÍKORNI) var í samstarfi bæði með hljómsveitinni Hinemoa, sem Bergrós er meðlimur í, en einnig var hann að vinna nýtt sóló efni með Bergrósu sjálfri.

 Stílbrigði lagsins er einhverskonar grúví electro popp með mystísku ívafi.

,,Okkur langaði bæði að gera hresst popp en þó með “sensual” tilfinningu. Þó svo að lagið sé tilfinningaríkt þá vildum halda í léttleikann.” – Íkorni.

Texti lagsins lýsir einmanna tilfinningum og að þrá nánd við aðra manneskju. Eitthvað sem flestir ættu að þekkja!

Einnig má hlýða á lagið á Spotify

Skrifaðu ummæli