ICY G SENDIR FRÁ SÉR BRAKANDI FERSKA TÓNA

0

dogg

Icy G eða Gabríel Gísli Haraldsson eins og hann heitir réttu nafni, var að senda frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið „Hugo.“ Gabríel er 17 ára gamall og er búsettur í Bandaríkjunum en þegar hann er á landinu þá býr hann í Hafnarfirði.

Kappinn byrjaði snemma að grúska í tónlist en hann byrjaði að spila á trommur aðeins tveggja ára gamall! Ekki hefur hann langt að sækja tónlistarhæfileika sína en hann er sonur trommarans Haralds F. Gíslasonar eða Halla úr Botnleðju og Pollapönk.

icy

Kappinn hefur verið iðinn við að búa til tónlist í tölvunni að undanförnu og óhætt er að segja að afraksturinn er virkilega góður!

Hér er á ferðinni virkilega flott lag og myndband og hlakkar okkur mikið til að fylgjast með Icy G í nánustu framtíð!

Skrifaðu ummæli