ICELAND WINTER GAMES Í FULLU FJÖRI OG MOHAWKS / GOPRO PARKIÐ ER KOMIÐ UPP

0

park

Stærsta vetrarhátíð landsins, Iceland Winter Games hófst formlega á Akureyri s.l. fimmtudag (skýrdag) með opnun glæsilegs brettagarðs, eða „Rail Park“ á Ráðhústorgi í miðbæ Akureyrar. Garðurinn verður opinn alla hátíðina og fram til 4. Apríl en þá líkur hátíðinni. Garðurinn er gríðarlega vinsæll og er hann stappaður af brettamönnum allstaðar af landinu, sem æfa nú stíft fyrir barna og unglingamótið „Mohawks og GoPro Jam & Railsession„. Sem fram fer laugardaginn 2. Apríl en Keppt verður í þremur aldursflokkum; 10 ára og yngri, 11 – 14 ára og 15 ára og eldri.

benni

Gríðarleg stemming myndast á slíkum mótum enda ekki annað hægt þegar tónlistin dynjar yfir mannskapinn og brettakappar og konur leika listir sínar á railum og boxum!

park 2

Stærstu viðburðir hátíðarinnar fara fram helgina 1.-3 apríl og keppt verður í þremur aldursflokkum; 10 ára og yngri, 11 – 14 ára og 15 ára og eldri. Hið stórskemmtilega Dj crew Balcony Boys sjá um að dúndra tónlistinni yfir mannskapinn á meðan á mótinu stendur sem byrjar kl 19:00. Frítt er á alla viðburði IWG í ár. Að lokinni keppni mun fara fram verðlaunaafhending en áætlað er að keppni verði lokið um 21:00.

park 3

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig er bent á heimasíðu Icelandic Winter Games. Forráðamenn keppenda yngri en 18 ára þurfa að hafa umsjón með skráningu og veita leyfi fyrir þátttöku í öllum mótum IWG. Skráningargjald er 1000 krónur sem greiðist á staðnum.

mohawks og gopro park

Viðburðastofa Norðurlands stendur fyrir hátíðinni.

Comments are closed.