ICELAND AIRWAVES TAKA ÞÁTT Í METNAÐARFULLU EVRÓPUSAMSTARFI

0

Iceland Airwaves tekur þátt í nýju og metnaðarfullu Evrópusamstarfi þar sem stuðlað er að þátttöku kvenna í tónlist og tónlistariðnaði. Verkefnið sem nefnist „Keychange” er stjórnað af PRS Foundation of Music í Bretlandi sem hefur undanfarin ár rekið „Women Make Music” með frábærum árangri. Sá sjóður hefur skapað mörgum listamönnum tækifæri á alþjóðlegum vettvangi.

PRS Foundation hefur nú fengið til liðs við sig nokkrar af stærstu tónlistarhátíðum í Evrópu og Kanada til  taka þátt og markmið verkefnisins er að stuðla að frekari þátttöku kvenna í tónlist og tónlistariðnaði. Þetta verður gert með því að efla tengslanet og auka samvinnu á milli landa með ýmis konar samstarfsverkefnum. Vona þáttakendur að með verkefninu verði hægt að stuðla að meira jafnvægi í framtíðinni á milli kynja í tónlistariðnaðinum.

Verkefnið hlaut nýverið styrk frá Creative Europe sem er innan Evrópusambandsins.  Verkefnið er einnig styrkt af Spotify og STEF.

35 konur í tónlist og 30 frumkvöðlar í tónlistariðnaði fá tækifæri til að vinna saman í hugmyndasmiðju sem sett verður upp í hverju landi fyrir sig. Listamennirnir sem taka þátt verða tilnefndir af þátttakendum verkefnisins og af fólki innan tónlistargeirans í hverju landi fyrir sig. Enn fleiri munu svo geta tekið þátt á margvíslegan hátt og notið góðs af verkefninu á stafrænu formi.

Hlutdeild kvenna á Iceland Airwaves hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og til að mynda voru 24 konur af 36 af aðalnúmerum hátíðarinnar árið 2016. Iceland Airwaves er því gífurlega stolt af því að taka þátt í verkefninu og vonar að þessi jákvæða þróun haldi áfram.

Skrifaðu ummæli