Iceland Airwaves hátíðin kynnti í dag 28 listamenn sem koma fram á hátíðinni

0

Hljómsveitin Superorganism kemur fram á Iceland Airwaves í ár.

Iceland Airwaves hátíðin kynnti í dag 28 listamenn sem koma fram á hátíðinni sem fram fer 7.-10. nóvember 2018. Um er að ræða 13 erlend og 15 innlend atriði. Listinn er kraftmikill en meðal erlendra atriða má nefna Superorganism frá Englandi sem eru farin að heyrast reglulega á öldum ljósvakans hér heima. Jade Bird er einnig ensk og þykir mikið efni, Tommy Cash frá Eistlandi er stórskemmtilegur rappari en myndbönd hans vekja alltaf athygli, Naaz er frá Hollandi og gerir melódíska popptónlist. Svo er óhætt að mæla með Scarlet Pleasure frá Danmörku og Sassy 009 frá Noregi.

Hljómsveitin Warmland kemur fram á Iceland Airwaves í ár.

Meðal íslenskra listamanna má nefna Warmland, Agent Fresco, Valdimar, Júníus Mayvant, Snorri Helgason, og Bríet sem þykir mikið efni.

Hér fyrir neðan má sjá listann í heild sinni:

FONTAINES D.C. (IE)

GIRLHOOD (UK)

GIRL RAY (UK)

JADE BIRD (UK)

JOCKSTRAP (UK)

MAVI PHOENIX (AT)

NAAZ (NL)

THE ORIELLES (UK)

SASSY 009 (NO)

SCARLET PLEASURE (DK)

SOCCER MOMMY (USA)

SUPERORGANISM (UK)

TOMMY CASH (EE)

AGENT FRESCO

AUÐUR

BETWEEN MOUNTAINS

BRÍET

CYBER

HUGAR

JÚNÍUS MEYVANT

KIRIYAMA FAMILY

RYTHMATIK

SNORRI HELGASON

SYKUR

ÚLFUR ÚLFUR

UNA STEF

VALDIMAR

WARMLAND

Icelandairwaves.is

Skrifaðu ummæli