Icebreaker Vol. 2 lýtur dagsins ljós – Íslenskt Drum & Bass á heimsmælikvarða

0

Safnplatan Icebreaker Vol. 2 kemur út á næstu dögum og er hún framhald af samnefndri plötu Icebreaker sem kom út í fyrra og naut vinsælda meðal áhugamanna Drum N Bass tónlistar. Sex listamenn eiga lög á plötunni Icebreaker Vol. 2 og þar af þekkt nöfn eins og Subminimal, Tranquil, Futuregrapher og Muted en einnig má hlýða á nýjan listamann sem gengur undir nafninu Orðlaus. Orðlaus á lagið „Saxy” en það vann hann ásamt listakonunni Bíbí bóa. „Saxy” á án efa eftir að koma ykkur í góða skapið enda er það sannkallaður slagari. Að lokum má ekki gleyma manninum á bakvið hugmyndina sjálfan RK sem skreytir tvö lög fyrir ykkur í ár.

Platan kemur út hjá hollenska útgáfufyrirtækinu Agatone Music sem sér einnig um masteringu sem og stafræna dreifingu. Á plötunni má finna átta lög, úr mismunandi sviðum drum and bass senunnar, fólk getur búist við öllu frá classic Rollers yfir í framsækið sci-fi.

Tveir viðburðir fylgja innlendu CD útgáfunni. Annarsvegar upphitunarpartý í plötuversluninni Lucky records þann 11 ágúst en Lucky Records er fyrsta verslunin sem fær diskana í hendurnar. Seinnipart sama dags verður svo öllu keyrt í botn á skemmtistaðnum Boston þar sem listamenn plötunnar munu færa fólk yfir í annan heim í heilar 5 ógleymanlegar stundir.

RK mun kíkja við og heilsa uppá fólk í gegnum útvarpsbylgjurnar þann 7. Ágúst á Interstella og þann 8. Ágúst hjá Hausum þar sem talað verður um plötuna og spilaðar verða stuttar syrpur til að kynna efnið og hita upp fyrir helgina.

Skrifaðu ummæli