Í DAG ER DAGUR ÍSLENSKRAR TÓNLISTAR

0

ice 3

Í dag er dagur Íslenskrar tónlistar og því ber að fagna! Hvar væri land og þjóð án tónlistar? Alla tíð hefur tónlist spilað stórt hlutverk í menningu okkar Íslendinga og hljómar hún nú út um allan heim. Jazz, Teknó, Hip Hop, Rokk, Popp og svo lengi mætti telja, en hægt er að finna allar tónlistarstefnur hér á landi og óhætt er að segja að gróskan hefur aldrei verið meiri en akkúrat núna.

Sykurmolarnir, Björk, Sigur Rós, Ólafur Arnalds og Of Monsters And Men svo sumt sé nefnt hafa gert það mjög gott á erlendri grundu, en það eru mun fleiri hljómsveitir sem eru með annan fótinn í útlöndum, þ.á m. Fufanu, Vintage Caravan, Exos, Stereo Hypnosis og svo lengi mætti telja. Íslendinga skortir ekki hæfileika til að skapa tónlist og það hefur svo sannarlega sýnt sig og sannað í gegnum tíðina.

Er þetta í vatninu? Veita fjöllin ykkur kraft? Er ekkert annað að gera á Íslandi en að semja tónlist? Allt eru þetta spurningar sem brennur á vörum útlendinga, en tónlistarhátíðir eins og Iceland Airwaves, Secret Solstice og Sónar hafa borið hróður Íslenskrar tónlistar enn lengra og er þetta bara byrjunin.

Framtíð Íslenkrar tónlistar er björt og á hún eftir að hljóma í eyrum alheimsins um ókomna tíð.

Albumm.is fór í loftið fyrir rúmu ári síðan og er okkar markmið að fjalla enn nánar um Íslenska tónlist og bera hróður hennar enn lengra um ókomna tíð!
Albumm.is óskar öllum landsmönnum til hamingju með daginn!

Hlustið á Íslenska tónlist og njótið.

Comments are closed.