HVÍTUR SANDUR, HUNDUR OG STELPA Í SUNDBOL

0

edvard

Tónlistarmaðurinn Eðvarð Egilsson eða Kíruma eins og hann kallar sig var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem nefnist „Silver Skull.“ Eðvarð gerði garðinn frægann með hljómsveitinni Steed Lord en nú er hann kominn á fullt sem sóló listamaður! Það var hin virta vefsíða XLR8R sem frumsýndi umrætt lag og myndband en það telst alls ekki slæmt að fá umfjöllun þar.

edvard-2

Það er bandaríska plötuútgáfan Black Marble Collective sem gefur lagið út en hún er í eigu tónlistarmannsins STVYRVRE. Silver Skull er virkilega töff lag og er myndbandið einkar svalt!

Elodie + Nicolas og Monsieurtok unnu myndbandið og gera þau það listarlega vel! Það verður gaman að fylgjast með þessum hæfileikaríka tónlistarmanni!

Comments are closed.