„Hverra Manna” í Drum N Bass útgáfu – Futuregrapher og Teitur Magnússon í eina sæng

0

Tveir ólíkir tónlistarmenn hafa nú leitt saman hesta sína en Futuregrapher var að senda frá sér snilldar remix af laginu „Hverra Manna” með tónlistarmanninum Teiti Magnússyni. Futuregrapher er einn helsti raftónlistarmaður landsins en hann er þekktur fyrir sínar Acid bjöguðu laglínur og brotna takta!

Teitur Magnússon söng sig inn í hjörtu landsmanna með lögum eins og „Nenni” og „Kamelgult” svo sumt sé nefnt. Remixið er í nettum Drum ´N Bass stíl og ætti það sko sannarlega að hreyfa við ófáum mjöðmum!  

Skrifaðu ummæli