HVERNIG MANNFÓLKINU GETUR VERIÐ STJÓRNAÐ AF ÆÐRI VERUM

0

fufanu-1

Hljómsveitin Fufanu var að senda frá sér glænýtt myndband við lagið „Bad Rockets.“ Lagið er tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar Sports en hún kemur út snemma á næsta ári. Lagið fjallar um hvernig mannfólkinu getur verið stjórnað af æðri verum, eigum við að berjast á móti eða bara láta þetta framhjá okkur þjóta.

fufanu-mynd-brynjar-snaer

Ljósmynd: Brymjar Snær

Seiðandi rokksánd í bland við grípandi trommutakt fær mann til að sogast inn í heim töffarana, sem er stórhættulegur! Myndbandið byrjar sakleysislega en endar svo á heljarinnar partýi!

Það er sveitin sjálf sem leikstýrir myndbandinu og ekki er hægt að segja annað en vel til tókst!

Hægt er að forpanta plötuna Sports hér.

Skrifaðu ummæli