Hver hefur ekki upplifað óuppfyllt loforð?

0

Tónlistarkonan Karítas Harpa var að senda frá sér glænýtt og glæsilegt myndband við lagið „All the Things You Said” Lagið kom út í lok Maí og er hægt að lísa því sem virkilega grípandi popp smell!

Hver hefur ekki upplifað óuppfyllt loforð? Lagið fyrir mér og sérstaklega myndbandið tjáir þá tilfinningu. Ég er að segja skilið við gamla fjötra, ástir og sambönd. – Karítas Harpa.

Eins og fyrr kemur fram er myndbandið einkar glæsilegt en það sýnir þessar mannlegu hliðar og  stundum líður viðkomandi bara alls ekki vel. Karítas Harpa segir að mikilvæg er að bera virðingu fyrir tilfinningum sínum og ekki gera lítið úr þeim, hvort sem þær eru slæmar eða góðar.

Myndbandið er unnið af Cineverse Entertainment en Karítas Harpa og Pálmi Ragnar Ásgeirsson sömdu lagið og StopWaitGo sáu um útsetningu.

Skrifaðu ummæli