Hver er sagan á bakvið gula jakkann?

0

Ingi Þór og Stefán Atli í Ice Cold voru að byrja með nýjan hlaðvarpsþátt sem heitir Ice Cold Podcast. Í þættinum ræða þeir við skemmtilegt fólk um skemmtilega hluti.

Egill Spegill kíkti til Stefáns Atla og ræddi við hann um gula jakkann sinn sem þjóðþekktir einstaklingar hafa klæðst í, af hverju hann er alltaf að reyna að komast í 5000 followers, hvernig hann byrjaði að DJ-a fyrir Herra Hnetusmjör og Aron Can og talar líka um hvernig hann byrjaði að DJ-a fyrir tilviljun í menntaskóla.

Sagan á bakvið gula jakkann

„Árni (Herra Hnetusmjör) var heima hjá mér að chilla, ég, Árni og Arnór umboðsmaðurinn okkar. Við erum þrír saman heima inní stofu. Allt í einu fer Árni fram og fer inní herbergið mitt að klæða sig í öll fötin mín. Hann fer ekki í gula jakkann. Hann fer í einhvern jakka sem ég á, setur á sig gleraugu, setur á sig 66 hliðartösku, eins og allir voru með fyrir tveimur árum og eitthvað buff eins og ég var með fyrir tveimur árum. Hann mætir svo fram og er þá nákæmlega eins og ég, hann er með buff fyrir andlitnu sínu, ég tek mynd af honum og set á instagram, það halda örugglega allir að þetta sé bara ég, við erum alveg smá líkir.“

„Okkur fannst fyndið að enginn fattaði að þetta væri Árni en ekki ég. Þannig að ég fékk bara hugmynd, hvað ef ég klæði fólk bara í jakka sem ég á og það setur á sig gleraugun mín og ég læt bara eins og þetta sé mynd af mér. Ég fékk þessa hugmynd í Gamla Bíó, það voru tónleikar um páskanna 2017 með Gísla Pálma og Sturla Atlas og ég var að spila með Birni. Svo var Arnar Ingi, Young Nazareth að spila með Sturla Atlas. Við erum að chilla bakssviðs, svo allt í einu fæ ég þessa hugmynd og fæ Arnar til að fara í gula jakkann minn, setja á sig gleraugun mín og derhúfuna.“

„Ég set það á instagram og fæ helling af like-um. Svo hugsa ég: „Ég er örugglega kominn með eitthvað þarna.“ Næst tek ég mynd af Aron Can, Martein Bngrboy, Björn Valur, Arnar Úlfur, AronMola á næstu 3 vikum. Svo er ég byrjaður að fá followers bara út á gula jakkann svo ég ákveð að halda áfram með þetta. Fyrst voru þetta vinir mínir sem ég þekki úr HipHop bransanum, svo var þetta bara eitthvað random fólk eins og Steindi Jr, Nökkvi Fjalar og Sigmundur Davíð. Svo fór ég bara að ganga um með jakkann á mér ef ég vissi að ég væri að fara að gera eitthvað.“

Myndin af Sigmundi Davíð í jakkanum var tekin á kosningadag 2017, þá var hann í sama flugi og Egill til Akureyrar

„Ég er að fara að spila á Akureyri svo er allt Mið-Ísland í flugvélinni og Sigmundur Davíð, þegar við erum að labba út úr flugvélinni segi ég svo Sigmundi söguna um jakkann og bið hann um að klæðast jakkanum, hann var eiginlega ekkert að nenna þessu,  það var samt kosningadagur svo að hann sagði já.“

Hægt að hlusta á í heild sinni á Youtube, Spotify eða í Podcast appinu.

Skrifaðu ummæli