HVENÆR KEMUR FRÍ SPYR GÓÐI ÚLFURINN

0

Rapparinn ungi Góði Úlfurinn var að senda frá sér glænýtt og brakandi ferskt lag og myndband sem nefnist „Hvenær kemur frí.” Fyrir skömmu slóg Góði Úlfurinn rækilega í gegn með laginu „Græða peninginn” og segja má að með því lagi hafi hann skotist hratt upp á stjörnuhimininn!

Úlfur Emilio eins og hann heitir réttu nafni rappar hér um skólann og hvenær kemur eiginlega frí? Myndbandið er þrælskemmtilegt og það er ekkert annað í stöðunni en að skella á play og njóta!

Skrifaðu ummæli