HVAÐA SVEIT VERÐUR FULLTRÚI ÍSLANDS Á WACKEN OPEN AIR Í SUMAR?

0

woa_16_metal_battle_Logo

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Wacken Metal Battle 2016. Tónlistarhátíðina Wacken Open Air í Norður-Þýskalandi þarf varla lengur að kynna fyrir íslenskum rokkurum enda er hátíðin ein sú stærsta og virtasta í þungarokkinu.

Á hverju ári stendur Wacken fyrir hljómsveitakeppninni W:O:A METAL BATTLE og verður hún haldin í sjöunda sinn á Íslandi í ár. 5 sveitir keppa um stóra hnossið: Að komast á Wacken Open Air að spila og taka þátt í lokakeppninni þar sem til margs er að vinna.

Sérstök dómnefnd, skipuð bæði innlendum sem erlendum aðilum, sér um að velja sigurvegarann hér á landi og eins og von er og venja verður fjöldanum öllum af erlendum gestum, blaðamönnum, tónlistarfólki og öðru mektarfólki boðið til landsins.

Er ljóst að hér verður öllu tjaldað til. Viðburðinn hefur verið með flottari viðburðum í þungarokkinu á klakanum síðustu ár en reynslan sýnir að þátttökusveitirnar eiga sín allra bestu gigg í þessari keppni, enda mikið í húfi.

wacken 3

SKILYRÐI TIL ÞÁTTTÖKU

* Bandið þitt er ekki með hljómplötusamning og er ekki á leiðinni að skrifa undir slíkan alveg á næstu mánuðum.

* Bandið þitt getur auðveldlega spilað 30 mínútna sett af frumsömdu efni.

* Bandið þitt spilar þungarokk. Wacken er þungarokksfestival sem rúmar svo gott sem allar gerðir af þungarokki, allt frá hard rokki yfir í argasta dauðarokk, og því er keppnin opin fyrir öllum undirstefnum þungarokksins.

* Sigurvegari síðustu undankeppni getur ekki sótt um aftur fyrr en eftir ár.

* Sveitir sem hafa tekið þátt áður en unnu ekki mega taka þátt aftur og eru hiklaust hvattar til þess.

HVERNIG SÆKIR MAÐUR UM?

Þær sveitir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skrá sig með því að senda kynningarpakka á netfangið thorokol@gmail.com. Þær samþykkja um leið reglur keppninnar sem má finna á www.metal-battle.com.

KYNNINGARPAKKINN ÞARF AÐ INNIHALDA:

  1. a) A.m.k. 3-4 lög á mp3 formi eða sambærilegu.
  2. b) Upplýsingarsíðu á ensku með kynningu á bandi ásamt contact info. Gjarnan á PDF formati.
  3. c) Hljómsveitarmynd í góðri upplausn.
  4. d) Logo sveitarinnar

Í subject línunni skal skrifa: „<Nafn Sveitar> – Metal Battle 2016: Kynningarpakki“.

Farið verður vandlega yfir umsóknir og mun sérstök nefnd velja 5 sveitir til að keppa. Það gildir því EKKI fyrstur kemur fyrstur fær, heldur gæði! Því eru sveitir hvattar til að vanda vel til umsókna, skila tónlist í góðum gæðum og þ.h.

wacken The Vintage Caravan

Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2016! Tíma- og staðsetning keppninnar verður auglýst síðar, en gert er ráð fyrir því að hún fari fram fyrri part apríl. Nánari upplýsingar um keppnina má finna á:

* www.metal-battle.com,

* www.facebook.com/WackenMetalBattleIceland
* og hjá Þorsteini Kolbeinssyni, s. 8234830

Pro-shot upptaka af In the Company of Men á sviðinu á Wacken:


Nýjasta efnið með Itcom:

Comments are closed.