Hvað þýðir eiginlega Eeny, meeny, miny, moe?

0

Guðbjörn Björnsson, (Bangsi) og Dagur Snær Elísson voru að senda frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist „Hressó.“ Lagið varð einfaldlega til í sturtu þegar Guðbjörn var að reyna komast að því hvað „Eeny, meeny, miny, moe“ þýddi og hvernig lag það var.

„Ég heyrði einhverntímann stelpur í BNA vera sippa og segja þetta Eeny, meeny, miny, moe svo ég var eitthvað að segja þetta orð og svo byrjaði ég bara að leika mér að ríma við það og þá var bara komið geggjað hook og ég var bara byrjaður að djamma í sturtunni. – Guðbjörn

Guðbjörn kíkti á youtube og byrjaði að leika sér að syngja þetta við mismunandi takta. Svo kynnist hann Degi sem kom með takt sem smell passaði laginu.

Skrifaðu ummæli