Á HVAÐ ER VALDIMAR GUÐMUNDSSON AÐ HLUSTA?

0

valdimar

Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti tónlistarmaður landsins en hann hefur svo sannarlega sungið sig inn í hjörtu landsmanna með sinni silkimjúku rödd. Kappinn er meðlimur í hljómsveitinni Valdimar en þeir hafa kokkað upp ófáa hittara í gegnum tíðina!

Valdimar hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli en hann er afar upptekinn þessa dagana líkt og alla aðra daga ársins.

„Það er bara nóg að gera í jólagiggunum þessa dagana. Maður verður á flugi um allt land að jóla fólkið í gang! Svo verða tónleikar á Græna Hattinum 28. des og í Hljómahöll 30. des með hljómsveitinni Valdimar.“ – Valdimar Guðmundsson.

Þrátt fyrir mikið annríki sagði Valdimar Albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta á um þessar mundir.

 

Skrifaðu ummæli