Hvað er til bragðs að taka til að finna þolinmæði fyrir eirðinni?

0

Í dag sendir tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon frá sér glæsilegt myndband við lagið „Bara Þú” en lagið er tekið af plötunni Orna sem kom út fyrir stuttu. Myndbandið er virkilega skemmtilegt fangar það stemningu lagsins á fullkominn hátt. Sigurður Unnar Birgisson sá um Framleiðslu, kvikmyndatöku, leikstjórn og klippingu.

Mér var í mun að fanga samskonar tón og ég upplifði í laginu sem ég sé sem óðs til einverunnar. Einveran á sér margar myndir. Mér fannst áhugavert að skoða eirð í einverunni. Hvað er til bragðs að taka til að finna þolinmæði fyrir eirðinni? – Sigurður Unnar Birgisson.

Faðir leikstjórans var fenginn til að leika í myndbandinu og fans honum  ekkert mál að vera fyrir framan myndavélina. Hann er fyrirferðarmikil persóna í lífi leikstjórans og hugmyndagátt og óhætt er að segja að hann hafi staðið sig með eindæmum vel.

Teitur Magnússon blæs til heljarinnar tónleika í dag í plötuversluninni Lucky Records á Rauðarárstíg og byrjar fjörið stundvíslega kl 14:00. Einnig ætlar tónlistarmaðurinn að fagna útkomu plötunnar með tónleikum í Iðnó þann 12. Október næstkomandi.   

Einnig kemur lagið út ásamt “remixi” á spotify

Skrifaðu ummæli