Á HVAÐ ER ÞOSSI AÐ HLUSTA?

0

Þorsteinn Hreggviðsson eða Þossi eins og flestir þekkja hann!

Fjölmiðlamaðurinn og lifandi goðsögnin Þorsteinn Hreggviðsson eða einfaldlega Þossi eins og flestir þekkja hann er mikill tónlistarspekúlant og því tilvalið að fá hann í topp 10! Á tíunda áratugnum var Þossi rödd og andlit útvarpsstöðvarinnar X-ið 977 en hann kynnti landanum fyrir nýjum og ferskum straumum! Þossi hefur ávalt verið með puttann á púlsinum en í dag stýrir hann útvarpsþættinum Streymi á Rás2.

Þossi á X-inu 977. Myndin er tekin einhvertíman á tíunda áratugnum.

Það er aldrei lognmola í kringum þennan einstaka snilling en hann er nýtekinn við sem markaðsstjóri Bryggjunnar Brugghús en staðurinn hefur fest sig rækilega í sessi sem einn helsti veitinga og samkomustaður borgarinnar! Þossi sagði Albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta á um þessar mundir og er listinn ansi þéttur!

Streymi er í loftinu öll miðvikudagskvöld á rás 2 kl 19:30.

Skrifaðu ummæli