Á hvað er Sunna Axels að hlusta?

0

Sunna Axels hefur í mörgu að snúast þessa dagana en hún er plötusnúður, þáttarstjórnandi, ljósmyndari og vídeólistakona svo afar fátt sé nefnt. Sunna þeytir skífum undir nafninu SAKANA og má heyra töluverð áhrif frá Japan í tónlist hennar en Sunna er útskrifuð úr japönsku máli og menningu frá Háskóla Íslands með viðkomu í háskóla í Kyoto. Sunna stýrir einnig þættinum Smá Pláss á Rúv Núll en þátturinn er femínískur áttaviti sem snertir á ýmsum málefnum innan hversdagsleikans. Allt frá óþægilegum stefnumótum, svikaraheilkennum að plássinu sem við tökum.

Eins og gefur að skilja er Sunna mikill tónlistargrúskari og er því tilvalið að fá hana í Topp 10 á Albumm.is. Sunna sagði okkur á hvaða 10 lög hún er að hlusta á um þessar mundir.  

Hægt er að hlusta á listann HÉR.

Skrifaðu ummæli