Á hvað er Steinunn Jónsdóttir að hlusta?

0

Tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir þenur raddböndin í tveimur af vinsælustu hljómveitum landsins, Reykjavíkurdætrum og Amabadama! Steinunn hefur svo sannarlega komið víða við á skemmtilegum og glæstum ferli og segja má að tónlistin rennur í æðum hennar. Margt er um að vera hjá Steinunni þessa dagana en Reykjavíkurdætur sendu nýverið frá sér plötuna Shrimpcocktail og eru útgáfutónleikar á næsta leiti, nánar tiltekið 20. desember á Húrra!

Steinunn er mikill tónlistargrúskari og er því tilvalið að fá hana í topp 10 á Albumm.is. Steinunn sagði okkur á hvaða ellefu (fékk að slæda einu með) lög hún er að hlusta á um þessar mundir og er listinn hennar ansi þéttur!

Hægt er að hlusta á listann HÉR.

Skrifaðu ummæli