Á HVAÐ ER SALKA SÓL AÐ HLUSTA?

0

salka-1

Tónlistar og fjölmiðlakonan Salka Sól Eyfeld er ein skærasta stjarna landsins en hana þarf nú varla að kynna fyrir þjóðinni. Salka hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli en hún hefur slegið rækilega í gegn með hljómsveitunum Amabadama og Reykjavíkurdætrum, er þjálfari í The Voice og er rödd ljósvakans á Rás 2 svo fátt sé nefnt.

Hér er á ferðinni einstaklega hæfileikarík kona sem er svo sannarlega með puttana á púlsinum og veit hvað takturinn slær! Fyrir skömmu kom Amabadama fram ásamt sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi á Akureyri og má með sanni segja að tónleikarnir hafi verið einstaklega glæsilegir! Sveitin mun endurtaka leikinn í Eldborgarsal Hörpu þann 25. Febrúar næstkomandi og er hægt að nálgast miða á Harpa.is og á Tix.is

Salka sagði Albumm.is á hvaða níu lög hún er að hlusta á um þessar mundir og óhætt er að segja að listinn hennar er ansi þéttur!

Skrifaðu ummæli