HVAÐ ER RÚNAR ÓMARSSON Á KEXLAND AÐ HLUSTA Á?

0

Runar Ómarsson

Rúnar Ómarsson hefur verið á jaðrinum í fjölda ára sem partur af bretta og tónlistarmenningunni. Um tvítugt hóf hann innflutning á ýmsum brettavarningi og seldi ýmist úr bílskúr með vini sínum eða setti upp „pop-up” búðir og markaði sem síðan þróuðust í verslunina Týnda hlekkinn. Um árabil stóð Rúnar fyrir uppákomum sem tengdu saman bretta og tónlistarmenningu, m.a. bæði hjóla og snjóbrettamótum í Reykjavík og úti á landi þar sem bæði hljómsveitir og DJ’ar spiluðu sín sett á meðan brettasnillingar sýndi listir sínar.  Hópferðir Týnda hlekksins þar sem tugir og jafnvel á annað hundrað unglinga fóru saman út á land að renna sér saman og hlusta á tónlist voru stór partur af jaðarmenningu níunda áratugarins í Reykjavík og ógleymanlegar þeim sem í þær fóru.

rúnar ómarsson 2

Um árabil flutti Rúnar inn fjölda vörumerkja í bretta og streetwear geiranum en árið 2000  stofnaði hann ásamt Heiðu Birgisdóttur fyrirtækið Nikita Clothing sem á nokkrum árum varð gríðarlega vinsælt um allann heim, og velti vel á annann milljarð króna með sölu í yfir þrjátíu löndum í gegnum yfir þúsund sérverslanir fyrir bretti og streetwear. Nikita er vafalaust eitt þekktasta vörumerki sem frá Íslandi hefur komið. Árið 2011 seldu eigendur fyrirtækið úr landi og er það enn starfrækt með nokkrum krafti.

rúnar ómarsson 1

Síðan Nikita var selt hefur Rúnar m.a. komið að markaðssetningu Lauf Forks fjallahjólademparanna, en Rúnar hefur verið fjallahjólaiðkandi í yfir tuttugu ár og vann m.a. sem leiðsögumaður í slíkum túrum hjá Icebike Adventure síðasta sumar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í dag er Rúnar framkvæmdastjóri Kexland, sem er ferða og afþreyingarhluti Kex Hostel. Þar einbeitir hann sér að því að hámarka gleði þeirra gesta sem sækja Ísland heim, bæði þeirra sem gista á Kex en líka þeirra sem ættu að gista á Kex en þurfa að láta sig hafa að vera annarsstaðar, enda eingöngu pláss fyrir tvö hundruð gesti í einu hjá þeim á Skúlagötunni.

Hér fyrir neðan má hlusta á þau tíu lög sem Rúnar er að hlusta á um þessar mundir.

 

Comments are closed.