Á HVAÐ ER RAGNHEIÐUR GRÖNDAL AÐ HLUSTA?

0

_mg_3698

Ragnheiður Gröndal er ein vinsælasta tónlistarkona landsins og óhætt er að segja að hún hafi komið víða við á viðburðarríkum ferli. Ragga Gröndal eins og hún er iðulega kölluð hefur sungið inn á fjölda platna, komið fram á mörg hundruð tónleikum og verið kosin sem söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum svo fátt sé nefnt.

„Þessa dagana er ég voðalega mikið að syngja og spila út um allt, jólavertíðin fer að detta inn. Síðan er ég að vinna í að koma frá mér nýju efni, vonandi bæði á íslensku og ensku sem kemur út á næsta ári.“ – Ragga Gröndal.

Í febrúar er tónlistarkonan að fara að syngja tónlistina sína og íslensk þjóðlög með NDR-Bigband í Hamburg.

„Það er mjög spennandi verkefni! Ég er byrjuð að undirbúa mig andlega og líkamlega,“ segir hún að lokum.

Ragga Gröndal sagði Albumm.is á hvaða tíu lög hún er að hlusta um þessar mundir. Hér fyrir neðan má hlýða á listann hennar.

Skrifaðu ummæli