Á hvað er Óskar í The Vintage Caravan að hlusta?

0

Tónlistarmaðurinn og rokk hundurinn Óskar Logi Ágústsson er heldur betur á blússandi siglingu um þessar mundir en flestir þekkja kappann úr hljómsveitinni The Vintage Caravan. Sveitin sendi nýverip frá sér plötuna Gateways og hefur hún verið að fá vægast sagt glimrandi viðtökur. Óskar og félagar ferðast nú um heiminn til að kynna plötuna og menn hætta ekki fyrr en toppnum er náð, sem er skammt undan!

Óskar er mikill tónlistar grúskari og er því tilvalið að fá hann í topp 10 á Albumm.is  Óskar sagði Albumm á hvaða tíu lög hann er að hlusta á um þessar mundir og er listinn ansi þéttur!

Hægt er að hlusta á listann hér.

Skrifaðu ummæli