Á HVAÐ ER ÓLAFUR EGILSSON AÐ HLUSTA?

0

afur-egill

Stórleikarinn og leikstjórinn Ólafur Egill Ólafsson hefur svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli en hann hefur komið að fjölda verkefna í gegnum árin.

Ólafur útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskólans vorið 2002. Kvikmyndin Eiðurinn er nýkomin í bíóhús og hefur hún vægast sagt fengið góðar viðtökur en Ólafur skrifaði handritið ásamt Baltasar Kormáki.

olafur-egill-2

Eins og fyrr kemur fram hefur Ólafur komið að fjölda verkefna og má þar t.d. nefna Ófærð, Sumarlandið og nú Eiðurinn svo fátt sé nefnt.  Kappinn var tilnefndur til Grímuverðlaunanna 2004 sem besti leikari í aðalhlutverki og vann Grímuverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki 2005.

Ólafur tók saman þau tíu lög sem hann er að hlusta á um þessar mundir en hægt er að hlusta á listann hér fyrir neðan.

Comments are closed.