Á HVAÐ ER MARGRÉT ERLA MAACK AÐ HLUSTA?

0

magga

Óhætt er að segja að Margrét Erla Maack sé afar fjölhæf kona en hún er svo sannarlega með mörg járn í eldinum! Margrét stýrði Ísland í dag á stöð 2 með mikilli prýði, er hluti af Sirkus Íslands og hefur komið að fjölda sýninga og er þetta aðeins dropi í hafið!

Desember er uppáhaldsmánuður Margrétar því þá er allt á fullu í veislustjórnun en jólasýning Kramhússins er hápunktur ársins hjá henni. Margrét ætlar að sýna burlesque á Ha Ha voða fyndið 10. desember, á Slipper Room í New York þann 17. desember, og með fullorðinssirkusnum Skinnsemi í Iðnó milli jóla og nýárs. Meðgangan er einnig hafin fyrir næstu sýningu hjá Reykjavík Kabarett sem verður sýndur í lok janúar.

Margrét sagði Albumm.is á hvaða lög hún er að hlusta á um þessar mundir en listinn er litaður af lögum sem hún er að smíða atriði úr, aðventunni, og almennu skammdegiskúri og -lúri.

Skrifaðu ummæli