Á HVAÐ ER LOGI BERGMANN AÐ HLUSTA?

0

Logi Bergmann Eiðsson.

Logi Bergmann Eiðsson er einn ástsælasti fjölmiðlamaður landsins en hann hefur svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli! Eins og alþjóð veit les Logi fréttirnar á stöð 2 en hann hefur einnig stýrt fjölda sjónvarpsþátta í gegnum tíðina og má þar t.d. nefna Gettu Betur, Logi Í Beinni og Meistarinn svo fátt sé nefnt.

Nýjasti viðbótin er sjónvarpsþátturinn Satt eða logið sem sýndur er á sunnudagskvöldum á stöð 2,  en hann hefur svo sannarlega slegið í gegn enda afar skemmtilegur og fyndinn þáttur!

Logi Bergmann er mikill tónlistarunnandi og er því tilvalið að fá hann til að segja Albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta á um þessar mundir. Að eigin sögn er listinn furðuleg blanda af kántrí og rappi, alls ekki slæmt!

Skrifaðu ummæli