HVAÐ ER HRAFNHILDUR HÓLMGEIRSDÓTTIR AÐ HLUSTA Á?

0
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir ljósmynd Saga Sig

Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir hefur verið áberandi í Íslensku menningarlífi í dágóðann tíma og hefur hún komið víða við á farsælum og viðburðarríkum ferli. Hrafnhildur og systir hennar Bára stofnuðu fatamerkið Aftur árið 1999 og starfaði hún þar til ársins 2007.

Hrafnhildur snertir á mörgu í lífinu og má þar t.d. nefna allskonar hönnun, myndlist og jú auðvitað tísku. Um þessar mundir er hún að vinna að búningum í verki sem Erna Ómarsdóttir (listrænn stjórnandi ÍD) og Valdimar Jóhannsson eru að gera með Íslenska dansflokknum. Verkið heitir FÓRN og er unnið í samstarfi við listamennina Matthew Barney, Gabríelu Friðriksdóttur og Ragnar Kjartansson. Herlegheitin verða svo sýnd í Borgarleikhúsinu í Mars á næsta ári.

Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir ljósmynd Michael Nevin

Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir. Ljósmynd/Michael Nevin

Í sumar kenndi Hrafnhildur workshop á Lunga sem hét Wishful thinking/Óskhyggja. Þetta gekk út á sköpun og að stíga inn í óttann til að geta opnað út á við. Einnig gerði hún innsetningu sem bar heitið Griðastaður en það var nokkurskonar hugleiðslurými eða Doomeditation. Frosti Gringo sá um tónlistina sem var mjög stór hluti af upplifuninni.

Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir ljósmynd Matt Irwin

Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir. Ljósmynd/Matt Irwin

Af öllu þessu ofantöldu er Hrafnhildur að hanna betrumbætt útisvæði fyrir Grillmarkaðinn. Að því loknu fer hún til New York að aðstoða Báru systur sína að kaupa inn fyrir búðina hennar Aftur.

Óhætt er að segja að Hrafnhildur sé afar afkastamikil en hún gaf sér þó tíma til að segja Albumm.is hvaða tíu lög hún er að hlusta á um þessar mundir.

Comments are closed.