Á HVAÐ ER HEIÐAR LOGI AÐ HLUSTA?

0

heidar

Heiðar Logi Elíasson er einn helsti brimbrettakappi landsins en hann er afar iðinn við þá iðju og eltir hann öldur út um allan heim. Nýlega kom út brimbretta myndin The Accord en þar fer Heiðar algjörlega á kostum en Myndin fjallar um brimbretti á íslandi og baráttu hans við norðan vindinn sem getur oft á tíðum verið ansi sterkur.

Flestir landsmenn hafa barið kappann augum á fjölmörgum auglýsingaskiltum um land allt en hann er andlit íslenska fatamerkisins 66 Norður. Það er aldrei lognmola í kringum þenna lífsglaða kappa en hann er svo sannarlega með mörg járn í eldinum.

Heiðar sagði Albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta á um þessar mundir en hann hefur brennandi áhuga á tónlist og fylgir hún honum hvert sem hann fer!

Hlýðið á listann hér fyrir neðan og njótið lífsins!

Skrifaðu ummæli