Á HVAÐ ER GUNNI HILMARSSON AÐ HLUSTA?

0

gunni-hilmarsson

Gunni Hilmarsson er athafnamaður mikill en hann hefur svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli. Gunni er einn fremsti fatahönnuður landsins en hann opnaði fataverslunina Gk á Laugavegi árið 1997 og út frá því hófst mikið ævintýri! Kappinn stofnaði einnig fatamerkið Andersen & Lauth og svo Freebird og systurlínu Freebird, Beautiful stories.

Gunni er afar upptekinn einstaklingur en hann starfar sem hönnuður hjá fyrrnefndum fatafyrirtækjum, hannar fatalínu Kormáks og Skjaldar ásamt því að sinna fleiri verkefnum erlendis. Tónlist hefur ávalt spilað stórt hlutverk í lífi Gunna en nýverið setti hann á laggirnar hljómsveitina Sycamore Tree ásamt leik og söngkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur. Lagið „My Heart Beats For You.“ er það fyrsta sem sveitin sendir frá sér og lofar það ansi góðu og bíðum við spent eftir meira efni!

Gunni sagði Albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta um þessar mundir.

Comments are closed.