Á HVAÐ ER GUÐMUNDUR INGI ÞORVALDSSON AÐ HLUSTA?

0

Guðmundur Ingi Þorvaldsson.

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli! Guðmundur hefur leikið í fjölmörgum leikritum, bíómyndum og sjónvarpsþáttum en rokkið hefur aldrei verið langt undan.

Hljómsveitin Atomstation. Ljósmynd: María Kjartans.

Kappinn er meðlimur í rokksveitinni Atomstation en þeir voru að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Ravens Of Speed.” Lagið er tekið af væntanegri plötu sveitarinnar sem væntanleg er síðar á þessu ári. Guðmundur vinnur einnig hörðum höndum að leikverkinu Ahhh með leikhópnum sínum Ra Ta Tam, skrifar einleikinn að Guðmundarkviðu og skrifa handrit að bíómynd sem heitir Mærin frá Bombay svo fátt sé nefnt!

Atomstation kemur fram á Eistnaflugi á föstudaginn 7. Júlí og lofa drengirnir klikkuðum tónleikum! Albumm.is spurði Guðmund á hvaða tíu lög hann er að hlusta á um þessar mundir og óhætt er að segja að listinn er ansi þéttur!

Skrifaðu ummæli