Á HVAÐ ER ELLI GRILL AÐ HLUSTA?

0

Elli Grill er mikill karakter og sést hann iðulega með silfur tennur í kjaftinum og forláta sólgleraugu sem minna mann helst á handrukkara frá árinu 1992.

Tónlistarmaðurinn og rapphundurinn Elvar Heimisson eða Elli Grill eins og flestir þekkja hann hefur heldur betur látið að sér kveða að undanförnu. Elli er meðlimur í  hljómsveitinni Shades Of Reykjavík en þeir hafa sent frá sér lög eins og „Drusla,“ „Enginn þríkantur hér“ og það nýjasta „Aðeins of feitt.“

Elli er mikill karakter og sést hann iðulega með silfurtennur í kjaftinum og forláta sólgleraugu sem minna mann helst á handrukkara frá árinu 1992! Allir þekkja rödd hans enda er hún algjörlega sér á báti og smellpassar hún inn í þá tónlist sem Elli og SOR fást við.

Elli Grill í öllu sínu veldi.

Það er aldrei logn í kringum þennan hæfileikaríka tónlistarmann en hann er að leggja lokahönd á sína fyrsti sólóplötu sem kemur út í Mars næstkomandi. Platan hefur fengið það stórkostlega nafn Pottþétt Elli Grill þykk fitan Vol. 5 og bíðum við svo sannarlega spent eftir henni!

Elli sagði albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta á um þessar mundir og óhætt er að segja að listinn hans sé ansi þéttur!

Hér fyrir neðan má hlusta á listann í heild sinni.

Skrifaðu ummæli