Á HVAÐ ER ELÍZA NEWMAN AÐ HLUSTA?

0

Tónlistarkonan Elíza Newman hefur svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli! Árið 1992 stofnaði Elíza hljómsveitina Kolrassa Krókríðandi og slóg hún rækilega í gegn og varð fljótt ein vinsælasta hljómsveit landsins! Fyrst var sveitin skipuð fjórum stelpum en trommarinn Kalli bættist fljótlega í hópinn. Kolrassa Krókríðandi tók upp nafnið Bellatrix og herjað var á útlönd, en sveitin fór meðal annars í hljómleikaferð með stórsveitinni Coldplay!

Elíza er einstaklega hæfileikarík tónlistarkona en hún var að senda frá sér plötuna Straumhvörf sem hefur fengið glæsilegar viðtökur en hún var einnig tilnefnd sem plata ársins í flokki rokk á Íslensku Tónlistarverðlaununum sem fram fóru nú fyrir stuttu.

Elíza er að sjálfsögðu mikill tónlistargrúskari og sagði hún Albumm.is á hvaða tíu lög hún er að hlusta um þessar mundir.

 

Skrifaðu ummæli