Á HVAÐ ER DR. GUNNI AÐ HLUSTA?

0

 

gunniz

Tónlistarmaðurinn og spekúlantinn Dr. Gunni eða Gunnar Lárus Hjálmarsson eins og hann heitir fullu nafni er einn sá allra fróðasti þegar kemur að Íslenskri tónlist og hefur hann svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli. Dr. Gunni gerði garðinn frægann með hljómsveitum á borð við, SH. Draumur, Bless og Unun en það er bara dropi í hafið af því sem hann hefur áorkað.

Óhætt er að segja að kappinn er afar afkastamikill en hver þekkir ekki Popppunkt, Stuð Vor Lands og Popp- og Rokksögu Íslands svo fátt sé nefnt. Doktorinn er yfirleitt með mörg járn í eldinum en nýjasta viðbótin er koma hans í Pönksafn Íslands sem opnaði nú á dögunum.

Dr. Gunni sagði Albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta um þessar mundir.

Hægt er að fylgjast með Dr. Gunna hér:

http://this.is/drgunni/

Comments are closed.