Á HVAÐ ER DAÐI FREYR AÐ HLUSTA?

0

Daði Freyr vann hug og hjörtu þjóðarinnar í undankeppni Eurovision með lag sitt „Is This Love.“

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann kom fram í undankeppni Eurovision með lag sitt „Is This Love.“ Daði steig á svið ásamt Gagnamagninu og óhætt er að segja að einskonar „nörda æði“ hefur gripið landann. Eins og Pálmar Ragnarsson hjá Visir.is skrifaði:

„Við höfum eignast nýja þjóðhetju. Hún kemur ekki í formi íþróttagarps eða stjórnmálakonu heldur venjulegs hæfileikaríks drengs í grænni peysu. Daði sýnir strákum að þú þarft ekki að vera vöðvaður og tanaður til að vera töff. Þú þarft ekki heldur að vera grjótharður og með stæla. Og hvað þá að rappa um pillur eða vera nýklipptur og ganga um í rándýrum fötum.“

Daði Freyr og Gagnamagnið.

Daði er afar afkastamikill tónlistarmaður en hann er einnig meðlimur í hljómsveitinni Lesula og gengur stundum undir listamannsnafninu Mixophrygian. Hér er á ferðinni mikill hæfileikabolti og gaman verður að fylgjast með honum á næstunni.

Kappinn er mikill tónlistargrúskari og sagði hann Albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta á um þessar mundir.

Skrifaðu ummæli