Á hvað er Árný að hlusta?

0

Tónlistarkonan Árný Árnadóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína en platan hennar See Through fékk frábærar viðtökur. Árný lærði söng í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn en hún er talin vera ein efnilegasta söngkona landsins. Nóg er um að vera hjá Árnýju en hún er að vinna í nýju efni en það verður tilkynnt nánar síðar.

Árný er að sjálfsögðu mikill tónlistargrúskari og því tilvalið að fá hana í topp 10 á Albumm.is. Árný sagði Albumm á hvaða 10 lög hún er að hlusta á um þessar mundir. Skellið þessu í eyrun og njótið helgarinnar!

Hægt er að hlusta á listann hennar hér.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna See Through:

Skrifaðu ummæli