Á HVAÐ ER ANITA BRIEM AÐ HLUSTA?

0

Leik og söngkonan Anita Briem er á blússandi siglingu um þessar mundir en hún hefur svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli! Anita býr og starfar í Los Angeles og óhætt er að segja að nóg er um að vera í borg englanna!

Anita var að leggja lokahönd á kvikmynd sem framleidd er af Timur Bekmambetov og er í undirbúningsvinnu fyrir aksjón-kómedíu þar sem geðveikt stelpupossí kemur við sögu!

„Í Los Angeles eru vegalengdirnar miklar en umferð hefur aldrei böggað mig! Ég nota bílinn sem minn eigin griðarstað. Rafmagnskagginn minn er með fantagott hljóðkerfi og ég hlusta á podköst, hljóðbækur og tónlist og þá mjög hátt!“ –  Anita

Anita Briem sagði Albumm.is á hvaða tíu lög hún er að hlusta á um þessar mundir og óhætt er að segja að listinn hennar sé ansi þéttur!

Skrifaðu ummæli